Ferlið

Ferlið

AWE – Nýsköpunarhraðallinn hefst 3. febrúar 2022 og honum lýkur 12. apríl

Dreambuilder

Þú tekur þátt í netnámskeiði sem samanstendur af þrettán fyrirlestrum. Samtals um það bil 25 klukkustundir. Hægt er að horfa á hvar og hvenær sem er. Það gefur þér sveigjanleika með þátttöku þegar þér hentar best. 

Vinnulotur

Þú mætir í vinnulotur þar sem fróðleikur og hagnýt ráð eru kynnt. Farið er í markaðsmál, stofnun fyrirtækja á Íslandi, tengslanet, öflun styrkja, hugverkamál, samfélagsmiðla og annað sem gott er að þekkja við stofnun og þróun fyrirtækis. 

Samvinna

Námskeiðið Dreambuilder er sett upp af Thunderbird School of Managament við Ríkisháskólann í Arizona. Vinnulotum er stýrt af Háskóla Íslands, í samvinnu við Félag kvenna í atvinnurekstri FKA og samtök kvenna af erlendum uppruna. 

Mentorar

Mentorar verða þátttakendum innan handar og miðla af reynslu sinni sem stofnendur sprotafyrirtækja.

Fida Abu Libdeh - AWE - Dreambuilder

Fida Abu Libdeh

Er forstjóri og annar stofnenda GeoSilica. Hún er með grunnnám úr orku- og umhverfisverkfræði, með starfsheitið tæknifræðingur, auk meistaragráðu í viðskiptafræði, MBA.

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch - AWE - Dreambuilder

Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch

Er vöru- og markaðsstjóri Florealis. Hún er með doktorspróf í líf- og læknavísindum. Hún er einn af stofnendum Platome líftækni sem var valið sprotafyrirtæki ársins 2017.