Ferlið

Ferlið

AWE – Frumkvöðlahraðallinn hefst 22. febrúar 2023 og honum lýkur 12. maí með útskrift

Dreambuilder

Þú tekur þátt í netnámskeiði á ensku sem samanstendur af þrettán fyrirlestrum. Samtals um það bil 25 klukkustundir. Hægt er að horfa á hvar og hvenær sem er. Það gefur þér sveigjanleika með þátttöku þegar þér hentar best. 

Vinnulotur

Þú mætir í vinnulotur þar sem fróðleikur og hagnýt ráð eru kynnt. Farið er í markaðsmál, stofnun fyrirtækja á Íslandi, tengslanet, öflun styrkja, hugverkamál, samfélagsmiðla og annað sem gott er að þekkja við stofnun og þróun fyrirtækis. 

Samvinna

Námskeiðið Dreambuilder er sett upp af Thunderbird School of Managament við Ríkisháskólann í Arizona. Vinnulotum er stýrt af Háskóla Íslands, í samvinnu við Félag kvenna í atvinnurekstri FKA og samtök kvenna af erlendum uppruna. 

Mentorar

Mentorar verða þátttakendum innan handar og miðla af reynslu sinni sem stofnendur sprotafyrirtækja.

Fida Abu Libdeh

Er forstjóri og annar stofnenda GeoSilica. Hún er með grunnnám úr orku- og umhverfisverkfræði, með starfsheitið tæknifræðingur, auk meistaragráðu í viðskiptafræði, MBA.

Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch

Er framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf í líf- og læknavísindum. Hún er einn af stofnendum Platome líftækni sem var valið sprotafyrirtæki ársins 2017.